Skip to navigation | Skip to content

Meditation

Raja Yoga hugleiðsla er aðferð til að slaka á og endurnæra og hreinsa huga og hjarta. Hugleiðslan gerir þér fært að líta innávið til að enduruppgötva og tengjast upprunalegu, andlegu eðli þínu. Hugleiðslan hjálpar þér að virkja andlega eiginleika þína í daglegu lífi og kemur á heilbrigðu jafnvægi á milli innri og ytri veruleika.

Brahma Kumaris kynning

A university for life long learning

Brahma Kumaris World Spiritual University gengur út frá því að allar manneskjur séu í eðli sínu gæddar jákvæðni og velvilja. Við kennum einfalda og hagnýta hugleiðsluaðferð sem hjálpar einstaklingum að virkja innri styrk sinn og gildi.

Sem alheimsfjölskylda einstaklinga ú öllum stigum þjóðfélagsins, helgum við okkur andlegum vexti og umbreytingu einstaklingsins. Það teljum við forsendu þess að takist að skapa friðsælan og réttlátan heim.

Meðvituð um áskoranirnar sem fylgja hröðum breytingum í heiminum, leggjum við okkur fram við að styðja velferð alls mannkyns með því að efla andlegan skilning, heilindi í leiðtogastörfum og bætt líferni, með það markmið að skapa betri heim.

Snapshots

Nýárskveðja frá Dadi Janki

Við upphaf nýs árs stöldrum við við til að íhuga hvað við viljum helst skapa á nýju ári. Margir hafa reynslu af því að hafa strengt nýársheit, en að mánuði liðnum er staðfestan horfin og viðkomandi kominn í sama gamla horfið aftur.

Lestu skilaboð Dadi Janki hér

Lestu nýjustu fréttirnar um Brahma Kumaris

Where we are